Staðnám
Skráning - Byggingargátt - Reykjanesbæ
Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara og byggingastjóra sem þurfa að tengjast rafrænni byggingargátt Mannvirkjastofnunar. Tilgangur þess er að kenna þátttakendum notkun gáttarinnar. Í rafrænu byggingargáttinni verða vistuð öll gögn vegna mannvirkja, allt frá umsókn um byggingarleyfi til lokaúttektar. Þar verða vistaðar umsóknir og útgefin byggingarleyfi, öll gögn sem leyfin byggjast á, hönnunargögn, teikningar og skoðunarskýrslur. Þar verður að finna lista yfir löggilta hönnuði og iðnmeistara og byggingarstjóra með starfsleyfi ásamt reglum um gæðastjórnunarkerfi byggingarstjóra, hönnuða og iðnmeistara. Þar verða ennfremur skoðunarhandbækur og verklagsreglur faggiltra skoðunarstofa. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Mannvirkjastofnun.