Staðnám
Skráning - Eigna- og viðhaldsstjórnun
Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélag Íslands í samstarfi við Iðuna fræðslusetur og Idhammar býður uppá námskeið til vottunar í eigna- og viðhaldsstjórnun. Eigna- og viðhaldsstjórnunarfélag Íslands (EVS) Er meðlimur í EFNMS, evrópska eigna- og viðhaldsstjórnunarfélaginu. Modern Principles of Maintenance Management er 6 daga námskeið hannað fyrir einstaklinga sem koma að viðhaldsstjórnun. Námskeiðið veitir breiðan skilning á nútíma viðhaldsstjórnun þar sem hefðbundnar aðferðir eru samþættar nýjustu tækni og kröfum iðnaðarins. Námskeiðinu lýkur með prófi og öðlast þekkingarvottorð EFNMS Pass. Kennsla fer fram á ensku Kennarar frá Idhammar Hluti 1 (Reykjavík, 2.-3. september): Grunnstoðir viðhalds, EN 13306 & EN 17007 staðlar, áreiðanleiki, bilanagreining og eignastýring. Hluti 2 (Fjarnám/Zoom, 16.-17. september): Viðhaldsstefnur, framleiðslu- og viðhaldsstjórnun, TPM, iðnaðar 4.0, viðhaldskostnaður og upplýsingakerfi. Hluti 3 (Reykjavík, 6.-7. október): Stefnumótun, útvistun, öryggismál, breytingastjórnun og stafrænt viðhald.