image description
Staðnám

Skráning - Vinnusmiðja fyrir bakara með Josep Pascual

Fjögurra daga vinnusmiðja með Josep Pascual fyrir bakara sem vilja skara fram úr. Josep fer yfir Pascual aðferðina; hæggerjun á brauði, skreytingar og aðferðir sem skila góðum árangri í keppnum í bakstri. Josep er virtur og margverðlaunaður bakari. Hann er yfirþjálfari spænska landsliðsins í bakstri og í dómnefnd á heimsmeistaramóti í bakstri. Tveir dagar vinnusmiðjunnar eru helgaðir brauði og verður farið yfir 20 mismunandi, áferðir, bökunartækni og hönnun. Seinni dagarnir verða helgaðir sætabrauði og farið í mismunandi leiðir til gerjunar, skreytingar og hvernig má virkja sköpunargáfuna í þeirri vinnu.

Þátttakandi
Upplýsingar um greiðslu
Verð: 100000 kr.
Verð til aðila IÐUNNAR: 25000 kr.

Upplýsingar um greiðanda

Skilmálar

IÐAN áskilur sér rétt til að innheimta helming af námskeiðsgjaldi ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið en tilkynnir ekki forföll til IÐUNNAR á netfangið idan@idan.is eða í síma 590 6400 að minnsta kosti 24 klukkustundum áður en námskeið hefst.

* Nauðsynlegar upplýsingar

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband