Staðnám
Skráning - Vinnusmiðja fyrir bakara með Josep Pascual
Fjögurra daga vinnusmiðja með Josep Pascual fyrir bakara sem vilja skara fram úr. Josep fer yfir Pascual aðferðina; hæggerjun á brauði, skreytingar og aðferðir sem skila góðum árangri í keppnum í bakstri. Josep er virtur og margverðlaunaður bakari. Hann er yfirþjálfari spænska landsliðsins í bakstri og í dómnefnd á heimsmeistaramóti í bakstri. Tveir dagar vinnusmiðjunnar eru helgaðir brauði og verður farið yfir 20 mismunandi, áferðir, bökunartækni og hönnun. Seinni dagarnir verða helgaðir sætabrauði og farið í mismunandi leiðir til gerjunar, skreytingar og hvernig má virkja sköpunargáfuna í þeirri vinnu.