image description
Staðnám

Skráning - Gervigreind við byggingaframkvæmdir

Þetta námskeið er fyrir starfsfólk í bygginga- og mannvirkjagreinum sem hefur áhuga á að kynna sér hvernig gervigreind er notuð og hvernig má nýta hana við störf í byggingariðnaði. Gervigreind hefur áhrif á dagleg störf allra í byggingariðnaði. Fjallað verður um notkun gervigreindar við framkvæmdir, vinnu iðnaðarmanna og þeirra sem stjórna byggingaverkefnum. Einnig samskipti milli aðila og rýni hönnunargagna ásamt áætlanagerð. Námskeiðið er að hluta verklegt þar sem þátttakendur læra að nota ChatGPT og önnur gervigreindarverkfæri til að leysa raunveruleg verkefni úr byggingariðnaðinum. Sérstök áhersla er lögð á að skilja bæði styrkleika og takmarkanir ChatGPT svo hægt sé að nýta tæknina á ábyrgan og skilvirkan hátt. Leiðbeinandi er Hjörtur Sigurðsson verkfræðingur hjá Mynstra. Hann hefur um árabil unnið að því að innleiða stafræna tækni í byggingariðnaðinn, með sérstakri áherslu á BIM, gervigreind og stafræn vinnubrögð. ​

Þátttakandi
Upplýsingar um greiðslu
Verð: 28000 kr.
Verð til aðila IÐUNNAR: 7000 kr.

Upplýsingar um greiðanda

Skilmálar

IÐAN áskilur sér rétt til að innheimta helming af námskeiðsgjaldi ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið en tilkynnir ekki forföll til IÐUNNAR á netfangið idan@idan.is eða í síma 590 6400 að minnsta kosti 24 klukkustundum áður en námskeið hefst.

* Nauðsynlegar upplýsingar

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband