Staðnám
Skráning - Þjálfun nema á vinnustað - vinnustofa
Markmið vinnustofunnar er að kynna og þjálfa hagnýtar aðferðir í þjálfun nema á vinnustað. Í vinnustofunni er fjallað um hlutverk meistara og tilsjónarmanna í þjálfun nema. Farið er yfir hagnýtar aðferðir og kenningar sem gagnast við verklega kennslu á vinnustað s.s. að taka á móti nemum, vera fagleg fyrirmynd og bakhjarl nemanna. Að spyrja réttra spurninga, hagnýt stjórnun, að gagnrýna, leiðrétta og hrósa.