Staðnám
Skráning - IMI Rafbílanámskeið þrep 4 - Bilanagreining og viðgerðir í lifandi kerfi
Námskeiðið er hannað til að gefa þeim sem vinna við viðgerðir og bilanagreiningu raf/tvinn bíla nægjanlega þekkingu hæfni til að vinna í lifandi kerfi s.s. þegar unnið er við háspennu rafhlöður en þar er hættan einmitt mest. Námskeiðið er vottað af Institute of the Motor Industry (IMI) í Bretlandi og lýkur með tveim verklegum æfingum og skriflegu verkefni.