Staðnám (fjarnám í boði)
Skráning - Figma fyrir hönnuði, grafíska miðlara og umbrotsfólk
Hæfni til að samræma og vinna með teyminu þínu í rauntíma er orðin nauðsyn innan hönnunarheimsins. Figma gerir þér kleift að gera einmitt það í hvaða stýrikerfi sem er og í rauntíma. Þess vegna er Figma orðið nauðsynlegt tól fyrir hönnuði. Lærðu að búa til gagnvirka skjái fyrir vefsíður, farsímaforrit og önnur grafísk viðmót í gegnum hagnýtar gerðir sem þú getur unnir með teyminu þínu og prófað á notendum. Námskeiðið hentar vel fyrir þau sem vilja öðlast góðan grunn í viðmótshönnun, hvort sem það er fyrir vefsíður eða smáforrit (öpp). Að námskeiði loknu eiga nemendur að geta hannað og skilað af sér notendavænni viðmótshönnun. Ef þeir hafa stundað námskeiðið af áhuga og eljusemi geta þeir öðlast góða þekkingu á Figma forritinu og byggt upp sterkan grunn til að hanna og skila af sér góðri notendavænni viðmótshönnun.