Staðnám
Skráning - CNC-stýrðar iðnvélar
Á þessu námskeiði er unnið með tölvustýrðar spóntökuvélar, kennt er á Inventor CAM forrit og Haas fræsivél. Kennd eru grunnatriði í forritun, lestur og skrif á NC kóða, yfirfærsla forrits yfir í vél og keyrsla á fræsivél. Kunnátta og skilningur á virkni CNC fræsivéla nýtist í forritun og keyrslu á yfirfræsurum, 3D prenturum, skurðarvélum og fleiri gerðum af sjálfvirkum iðnaðarvélum.