Staðnám
Skráning - Fastir og hálffastir ostar
Markmið námskeiðsins er að kynna fasta- og hálffasta osta. Grunnatriði ostagerðar eru rædd og kenndar aðferðir við vinnslu þeirra. Innsýn í smásæjan heim gerla og hvata,samspil þeirra og nýtingu í ostagerðinni. Rætt eru um góða og vonda gerla, hvað ber að forðast og hvað skal kalla fram. Rætt er um tæki, tól og aðstöðu sem þarf til ostagerðar. Þátttakendur framleiða ost sem þeir taka með heim og fóstra þar til hann er tilbúinn til neyslu.