Staðnám
Skráning - Loftlagsvænt mataræði/Flexiteran
Loftlagsvænt mataræði eða „Flexiterian“ er hugtak sem er að ryðja sér til rúms í matreiðslu. Grunnur loftlagsvæns mataræðis er grænmetisfæði en kjöt, fisk -og dýraafurðir eru notaðar í litlu mæli. Á þessu námskeiði verður farið yfir hvaða matur er með þyngsta kolefnissporið og hvernig við getum sett saman matseðla sem létta á því án þess að slá af kröfum um bragðgóðan og girnilegan mat. Námskeiðið er sýnikennsla og smakk.