image description
Staðnám

Skráning - Úr mat í mold

Jarðgerð/safnhaugagerð/bokashi/eldhúsjarðgerð/molta Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á endurnýtingu lífrænna afurða sem til falla á heimilum og görðum. Á námskeiðinu verður fjallað um undirstöðuatriði jarðgerðar. Fjallað verður um hvaða hráefni er hægt að nýta til jarðgerðar og æskileg blöndunarhlutföll þeirra. Farið verður yfir uppbyggingu, meðhöndlun og umhirðu jarðgerðar/safnhaugs með tilliti til þess hvernig ná megi jöfnu og góðu niðurbroti. Lokaafurð jarðgerðar er kjörinn áburður til notkunar í heimilisgarðinn, landgræðslu eða skógræktar. Hluti námskeiðsins er skoðun á moltu frá maí og ágúst 2024. Námskeiðgestir taka þátt í að útbúa lífrænar afurðir til niðurbrots með bokashi aðferðinni (loftfirrt niðurbrot) og að útbúa loftháða jarðgerð. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Garðyrkjuskólann hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands

Þátttakandi
Upplýsingar um greiðslu
Verð: 32000 kr.
Verð til aðila IÐUNNAR: 8000 kr.

Upplýsingar um greiðanda

Skilmálar

IÐAN áskilur sér rétt til að innheimta helming af námskeiðsgjaldi ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið en tilkynnir ekki forföll til IÐUNNAR á netfangið idan@idan.is eða í síma 590 6400 að minnsta kosti 24 klukkustundum áður en námskeið hefst.

* Nauðsynlegar upplýsingar

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband