Staðnám
Skráning - Loftþéttleikamælingar húsa
Þetta námskeið er ætlað þeim sem vilja kynna sér og/eða framkvæma loftþéttleikamælingar á húsum. Tilgangur þess er að fræða þátttakendur um loftþéttleikamælingar og framkvæmd þeirra. Á námskeiðinu fara fram mælingar á þéttleika tilraunahúss Iðunnar og BYKO sem stendur á lóð Iðunnar og munu allir þátttakendur framkvæma slíkar mælingar.