Staðnám
Skráning - Vín og vínfræði
Markmið námskeiðsins er að efla færni og þekkingu þátttakenda á vínum og á vínfræði. Á námskeiðinu eru þjálfaðar kerfisbundnar aðferðir við vínsmökkun og greiningu á vínum. Þjálfuð fagleg framreiðsla á vínum og hagnýtri vínfræði. Fjallað er um áhrif umhverfis á vínþrúgur og ræktun þeirra, á þroskun vína og áhrif víngerðar á yfirbragð og gæði vína. Fjallað eru um geymslu vína, hitastig o.s.frv. og pörun vína með mat. Á námskeiðinu verða smökkuð 12 vín.