Staðnám
Skráning - Eldvarnarfulltrúar - skyldur og verkefni
Þetta námskeið fjallar um skyldur og verkefni eldvarnarfulltrúa. Eldvarnarfulltrúi annast daglegar skyldur eiganda er varða brunavarnir bygginga. Eigandi mannvirkis ber ábyrgð á að það fullnægi kröfum um brunavarnir sem fram eru settar í lögum og reglugerðum og að brunavarnir taki mið af þeirri starfsemi sem fer fram í mannvirkinu eða á lóð þess á hverjum tíma. Farið verður yfir lög og reglugerðir er varða viðfangsefnið. Það eru margir aðilar sem koma að brunavörnum bygginga, bæði innan og utan fyrirtækja, farið verður yfir hlutverk hvers aðila og hvernig þessir aðilar tengjast eldvarnarfulltrúanum. Eitt af því sem farið verður yfir er gerð þjónustusamninga og verkefni viðurkenndra þjónustuaðila. Kynnt verður mikilvægi viðbragðsáætlana og hvernig skrásetningu brunavarna er almennt háttað auk þess sem farið verður yfir mikilvægi samþykktra aðaluppdrátta.