Staðnám
Skráning - Kælitækni - Ammóníak - Viðhald og rekstur
Á þessu námskeiði er unnið með rekstur og viðhald Ammóníak-kælikerfa. Námskeiðið er sérstaklega hugsað fyrir aðila sem vinna við rekstur þessara kerfa með það í huga að auka þekkingu á rekstri kerfanna, hvað ber helst að varast, einkenni bilana og helstu ástæður fyrir rekstrarörðugleikum. Fjallað er um fyrirbyggjandi viðhald og helstu þætti sem snúa að áhættu og öryggi í umgengni við kerfin.