Staðnám
Skráning - Iðntölvustýringar
Að loknu þessu námskeiði þekkir þú uppbyggingu iðntölvunnar og virkni, táknmyndir, örgjörva, innganga, útganga, tengingu við loka, skynjara, teljara og rofa, grunnhugtök forritunarmáls og „ladder-forritun“. Með þessa þekkingu að vopni getur þú sett upp og tengt iðntölvu við loka, skynjara, teljara og rofa, forritað iðntölvu með „ladder-forritun“ og látið hana stýra aðgerðum ásamt því að framkvæma villuleit í forriti og áttað þig á algengum bilunum.