Staðnám
Skráning - IMI Rafbílanámskeið á þrepi 1 - Almenn umgengni við raf- og tvinnbíla
Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa áhuga á að öðlast þekkingu til að vinna á öruggan hátt innan bílgreinarinnar þar sem fjölgun raf-, tengiltvinn- og tvinn bílum er mjög mikil. Námskeiðið er vottað af Institute of the Motor Industry (IMI) í Bretlandi og lýkur með vefprófi. Námskeiðið er hannað til að veita þátttakendum grunnþekkingu hvað varðar örugga vinnuhætti,hættur og varúðarráðstafanir svo forðast megi slys þegar umgengist er raf,tengiltvinn eða tvinn bíla. Þetta námskeið er ætlað þeim sem eru í "non-technical" störfum s.s. sölumenn, verkstjórar, þjónustufulltrúar, bílaþvotti, og partasölum.