Staðnám
Skráning - Í pottinn búið - pottaplöntur, ræktun, umhirða og umhverfiskröfur
Námskeið í samvinnu við Garðyrkjuskólann. Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja auka þekkingu sína á pottaplöntum. Fjallað verður um algengar tegundir pottaplantna, fjölgun þeirra og umhirðu (vökvun, áburðargjöf, jarðveg), staðsetningu þeirra innanhúss og hvaða áhrif þær hafa á umhverfi okkar. Hluti af námskeiðinu er verklegur en þátttakendur læra að taka afleggjara af plöntum, skipta pottaplöntum og umpottun. Þátttakendur munu fara með hluta af plöntunum heim eftir námskeiðið.