image description
Staðnám

Skráning - Vegan réttir- Metnaður í matargerð

Við munum fara yfir nokkrar uppskriftir sem við gerum saman, áherslan á þessu námskeiði er í kringum Miðjarðarhafið frá Marokkó og hringinn til Spánar. Mikil áhersla á léttan, bragðsterkann og litríkan mat sem gleður auga, nef og bragðlauka. Það fyrsta og mikilvægasta er að umgangast og hugsa vegan mat sem bara hvern annan mat, bragðlega, útlitslega, næringarlega og gera þetta eins skemmtilegt og spennandi og hægt er. Ræðum prótein í vegan matargerð og notkun gervikjöts úr jurtaafurðum, kosti þess og galla. Förum létt í næringafræði og helstu tísku bylgjur í vegan mataræði og í mismunandi ástæður þess að fólk gerist vegan. Snertum einnig aðeins á kolefnisspori matar í því samhengi og umhverfisáhrifum þess að bjóða upp á góða vegan kosti. ​Ágúst hefur margra ára reynslu af matreiðslu Vegan fæðis fyrir mötuneyti og sem kokkur hjá Hjallastefnunni, SATT og yfirkokkur HaPP. Ágúst kom einnig að gerð Kolefnisreiknissins Matarspor hjá EFLU og gerðist þá sjálfur Vegan í eitt ár.

Þátttakandi
Upplýsingar um greiðslu
Verð: 26900 kr.
Verð til aðila IÐUNNAR: 6900 kr.

Upplýsingar um greiðanda

Skilmálar

IÐAN áskilur sér rétt til að innheimta helming af námskeiðsgjaldi ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið en tilkynnir ekki forföll til IÐUNNAR á netfangið idan@idan.is eða í síma 590 6400 að minnsta kosti 24 klukkustundum áður en námskeið hefst.

* Nauðsynlegar upplýsingar

Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband