Fjarnám
Hagnýt ráð í Outlook
Á þessu vefnámskeiði eru kynntar níu hagnýtar aðgerðir í Outlook tölvupóstkerfinu frá Microsoft. Námskeiðið er sérlega gagnlegt fyrir alla notendur Outlook og ekki er gerð sérstök krafa um reynslu eða þekkingu á kerfinu. Fjallað er um fjölbreytt viðfangsefni, allt frá stillingum á orlofsreglu yfir í vinnu með tvö tímabelti í Outlook.
Námskeiðið er í boði endurgjaldslaust og þegar þátttakandi er skráður hefur hann mánuð til þess að horfa á myndskeiðin níu.
KAFLAR
Það er ýmislegt hægt að gera þegar orlofsregla (e. out of office) er virkjuð í Microsoft Outlook hugbúnaðinum, þ.e. annað en að tilgreina tíma og skrá skilaboð.
Hér er hollráð fyrir alla sem mæta til vinnu úr fríi og þurfa að glíma við það verkefni að vinnu úr hrúgu af ólesnum tölvupóstum.
Það getur verið mjög hentugt að smíða reglu sem ákvarðar hvert póstur frá ákveðnum aðila er áframsendur, t.d. á meðan þú ert í fríi.
Það getur reynst einstaklega hjálpleg að flokka pósta í Outlook sem samræður (e. conversation).
Kanntu að finna allan póst frá ákveðnum sendanda? Ef ekki þá getur þú lært það hér og nú.
Vissir þú að Outlook býður upp á minnismiða sem geta verið mjög gagnlegir?
Outlook getur auðveldlega haldið utan um fleiri en eitt netfang fyrir okkur.
Veistu hvernig þú deilir dagatalinu þínu með einhverjum utan fyrirtækisins og kannski bara í ákveðinn tíma?
Það getur komið sér vel að skilgreina tvö tímabelti í Outlook, t.d. þegar þú ert erlendis en þarft að vinna að verkefnum hér heima.