Virkniskoðun gæðastjórnunarkerfa skref fyrir skref
Bygginga- og mannvirkjagreinar
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur ráðist í viðamikið verkefni með virkniskoðunum gæðastjórnunarkerfa hjá eftirlitsskyldum fagaðilum í byggingariðnaði. Skráning upplýsinga um verk, úttektir, hæfni verkaðila og innra eftirlit er nauðsynleg leið til að tryggja gæði og öryggi mannvirkja.
Í þessu vefnámskeiði er farið dýpra í hvað er átt við þegar virkniskoðunin á sér stað. Farið er ítarlega yfir þann gátlista sem notast er við í virkniskoðuninni sjálfri og útskýrt á einfaldan og skilvirkan hátt hvaða atriði þurfa að vera til staðar.
Í námskeiðinu er notast við Ajour gæðastjórnunarkerfið en það er að sjálfsögðu hægt að styðjast við önnur gæðastjórnunarkerfi samhliða námskeiðinu.