Fjarnám

Umhverfisstefna

Sigríður Ósk Bjarnadóttir fer yfir hvernig fyrirtæki geta sett sér skýra umhverfisstefnu. Sigríður eða Sirrý er framkvæmdastjóri umhverfismála hjá eignarhaldsfélaginu Hornsteini ehf. Sirrý lauk doktorsprófi í byggingarverkfræði árið 2012 og hefur skrifað fjölda ritrýndra fræðigreina og bókakafla varðandi loftslagsmál og aðlögunarhæfni bygginga og innviða.

 

Ávinningur námskeiðsins er dýpri þekking á umhverfisstarfsemi fyrirtækja og hvernig mætti nýta sér aðferðafræðina í starfi.

Námskeiðinu er skipt í eftirfarandi kafla:

 

● Umhverfisstjórnun

● Umhverfisstefna

● Umhverfisþættir í rekstri

● Markmiðasetning

● Aðgerðaráætlun

● Hvatar


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband