Fjarnám

Kolefnisspor fyrirtækja

Sigríður Ósk Bjarnadóttir fer yfir hvernig má nálast upplýsingar og reikna út kolefnisspor fyrirtækja. Sigríður eða Sirrý er framkvæmdastjóri umhverfismála hjá eignarhaldsfélaginu Hornsteini ehf. Sirrý lauk doktorsprófi í byggingarverkfræði árið 2012 og hefur skrifað fjölda ritrýndra fræðigreina og bókakafla varðandi loftslagsmál og aðlögunarhæfni bygginga og innviða.

 

Ávinningur námskeiðsins er að þekkja hvar er best að sækja nauðsynlegar upplýsingar eins og til dæmis inn á mínum síðum hjá Orkuveitunni um rafmagnsnotkun og nýta þær í útreikning á kolefnislosun fyrirtækja.

Námskeiðinu er skipt í eftirfarandi kafla:

 

● Gróðurhúsalofttegundir (GHL)

● Kolefni

● Kolefnislosun

● Kolefnisbókhald fyrirtækja

● Greenhouse gas protocol

● Losunarstuðlar

● Dæmi


Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband