Adobe Photoshop MasterClass - vefnám
Námskeiðið er ætlað notendum sem þekkja vel á Photoshop hugbúnaðinn og vilja dýpka þekkingu sína í myndvinnslu. Fengist verður við verkfæri eins og t.d. Content Aware crop, fill og scale ásamt því sem Blendif möguleikinn verður kynntur nokkuð ítarlega.
KAFLAR
Ítarlega farið í notkun Content Aware Crop tólið í Photoshop og hvernig er gott að nota það og hvað ber að varast.
Content Aware fill nýtir gervigreind til að gera okkur kleift að taka hluta úr myndum og hagræða henni á þann hátt sem okkur finnst hentugt. Farið yfir stillingar og notkun.
Hvernig má spara sér mikinn tíma í lagfæringu á mynd með Content Aware Scale.
Hvernig á að nota select og mask tólið með nýju gervigreindartóli Photoshop- Select Subject. Verk sem áður tók langan tíma tekur nú örfáar mínútur.
Aðgerðin Blend If í Photoshop blandar einu lagi í annað út frá innihaldi annars hvors laganna. Farið í grunnatriði þess að nota þessa tímasparandi aðgerð.
Möguleikar Blendif í vinnslu ljósmyndar sýndir betur.