Fjarnám

Einfaldlega Zoom

Zoom er þjónusta á vefnum til að halda fjarfundi þar sem hægt er að eiga í rauntímasamskiptum í myndum, tali og skrifuðum texta.  Zoom er einstaklega auðveld í notkun og það er mjög einfalt fyrir þátttakendur að varpa efni af eigin skjá, birta PowerPoint skjöl og að senda skjöl og myndir, á meðan á fjarfundinum stendur.

Zoom er til í nokkrum útgáfum. Ókeypis útgáfan leyfir ótakmarkaðan fjölda fjarfunda með allt að 100 þátttakendur í 40 mínútur. Hægt er að vista upptökur af fundum í eigin tölvu.


KAFLAR

Zoom er í senn einfalt og öflugt fjarfundarkerfi. Ókeypis útgáfan býður upp á ótakmarkaðan fjölda funda fyrir allt að 100 þátttakendur sem er meira en nóg fyrir marga notendur.
Það er mjög handhægt að sækja og setja upp sérstaka Zoom viðbót fyrir Outlook tölvupóstkerfið og tengja þannig saman Outlook og Zoom. Þetta gerir alla fundarboðun og skipulag funda mjög einfalt.
Hægt er að sækja Zoom hugbúnaðinn og setja upp á eigin tölvu (og reyndar í síma líka). Með Zoom hugbúnaðinum er afar einfalt að stofna fjarfundi og/eða taka þátt í fundum.
Fundarstjórnandi er sá sem boðar fundi og þar með sá sem stýrir viðkomandi fundi. Fundarstjórnandi getur hins vegar gefið öðrum þátttakanda réttindi til að stýra fundinum. Hér er sýnt hvernig það er gert.
Zoom virkar fullkomlega í snjallsíma með þar til gerðu appi. 
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband