Öryggistrúnaðarmenn og -verðir - netnámskeið - byrjaðu strax
Þetta námskeið um vinnuvernd er fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði. Það hentar þeim líka sem hafa áhuga á vinnuverndarmálum og vilja bæta hjá sér vinnuumhverfið. Eftir námskeiðið eiga nemendur að hafa aukna þekkingu á vinnuverndarmálum og hafa verkfærin til að bæta hjá sér vinnuumhverfið, fækka slysum og veikindadögum og stuðla almennt að betri líðan starfsmanna.
Námskeiðið er kennt á netinu, í fræðslukerfi Vinnueftirlitsins. Nemendur geta stundað námið hvar og hvenær sem þeim hentar. Það tekur um það bil sex klukkustundir að fara í gegnum námskeiðið.
Farið er yfir alla helstu málaflokka sem varða vinnuumhverfi starfsmanna: Hávaða, lýsingu, inniloft og loftræstingu, efni og efnahættur, öryggi véla og tækja, líkamlega áhættuþætti, félagslega og andlega áhættuþætti, heilsuvernd á vinnustað, vinnuslys og slysavarnir og notkun persónuhlífa.
Fjallað er um hvernig á að gera áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað og leiðbeint er um gerð áhættumats og áætlunar um heilsuvernd sem felur meðal annars í sér forvarnaáætlun, stefnu og viðbragsáætlun vegna eineltis, áreitni og ofbeldis á vinnustöðum.
Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum eru kynnt sem og reglur sem settar eru í samræmi við þau.
Svara þarf nokkrum spurningum í lok hvers kafla til að geta haldið áfram með efnið.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
26.08.2034 | lau. | 09:00 | 15:00 | Fjarnám |