Grunnatriði í Davinci Resolve
hönnuðir, umbrotsmenn, starfsfólk í útgáfu og fjölmiðlafyrirtækjum, grafísk miðlun
Fyrir hverja:
Þetta námskeið er hugsað fyrir byrjendur í myndbandavinnslu sem og lengra komna.
Markmið:
Markmið þessa námskeiðs er að þátttakendur geti klippt myndskeið, litaleiðrétt þau, skilið hvernig á að vinna með grafík og hvernig á að skila af sér myndbandi fyrir mismunandi miðla.
Lýsing:
Forritið Davinci Resolve hefur svo sannarlega sótt í sig veðrið undanfarin ár og er af mögum talið fremst meðal jafningja. Á þessu námskeiði eru þátttakendur leiddir í gegnum helstu grunnatriðin og fá innsýn í það sem skiptir máli við vinnslu myndbanda.
Aðrar upplýsingar:
Þátttakendur þurfa að verða sér úti um aðgang að Davinci Resolve. Aðgangur að forritinu er ókeypis.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
08.05.2025 | fim. | 10:00 | 13:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |
09.05.2025 | fös. | 10:00 | 13:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |