Gervigreind fyrir hönnuði
hönnuðir, umbrotsmenn, starfsfólk í útgáfu og fjölmiðlafyrirtækjum, grafísk miðlun
Á þessu námskeið skoðum við heillandi heim gervigreindar og finnum út úr því hvernig hönnuðir geta nýtt sér öflug tól og nýjar aðferðir í vinnu sinni.
Fyrir hverja:
Þetta námskeið hentar hönnuðum, umbrotsfólki og fólki í sölu- og markaðsstarfi.
Markmið:
Að byggja upp hagnýta þekkingu á þeim gervigreindartólum sem stendur hönnuðum til boða.
Lýsing:
Langar þig að dýfa tánni ofan í hafsjó gervigreindar en vilt vita hvar þú átt að byrja að leita? Á þessu námskeiði skoðum við heillandi heim gervigreindar og finnum út úr því hvernig hönnuðir geta nýtt sér þau öflugu tól og aðferðir sem standa okkur til boða.
Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja kynna sér fjölbreytt gervigreindartól eins og til dæmis ChatGPT til að skapa alls kyns myndefni.
Aðrar upplýsingar:
Þátttakendur í fjarnámi þurfa að hafa aðgang að Adobe hugbúnaði á tölvum sínum.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
08.05.2025 | fim. | 10:00 | 12:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |
09.05.2025 | fös. | 10:00 | 12:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |