Staðnám

Vinnusmiðja í bókbandi með Gillian Stewart

bókbindarar, prentarar og áhugafólk um bókaprentun og frágang, hönnuðir, umbrotsmenn, starfsfólk í útgáfufyrirtækjum

Gillian Stewart útskrifaðist frá Glasgow School of Art og er meðlimur Designer Bookbinders í Bretlandi. Verk hennar má finna í safneignum og einkasöfnum um allan heim – þar á meðal í konunglegum safneignum.
Gillian hefur helgað sig bókbandi og sinnir einnig kennslu í eigin vinnustofu í Skotlandi. Á meðal viðskiptavina hennar eru Idris Elba, Bentley og Sir Quentin Blake. Á þessari vinnusmiðju í bókbandi sem haldin er í tilefni af Norrænu bókbandssýningunni gefst einstakt tækifæri til að læra af Gillian sem er margverðlaunuð fyrir verk sín.

 

Fyrir hverja?
Námskeiðið hentar öllum bókbindurum, prentsmiðum með áhuga á bókaumbroti og vinnslu, listamönnum og handverksáhugamönnum sem vilja kynnast einstökum aðferðum í samtímabókbandi.

 

Markmið

Að kynna þátttakendum fjölbreyttar og skapandi aðferðir í bókbandi sem Gillian Stewart notar í verkum sínum. Markmiðið er að veita innsýn í ferlið á bak við handgerð bókverk, með áherslu á liti, áferð og efnisnotkun – og örva skapandi hugsun í eigin verkum þátttakenda.

 

Lýsing

Gilllian mun m.a. fjalla um:

·         Handlitanir og prentun á leðri

·         Skreytingar á kanti blaðsíðna (edge decoration)

·         Craquelle-áferð

·         Notkun segla í bókbandi

 

Annað mikilvægt

Þátttakendur fá að sjá ferlana í framkvæmd og fá námsgögn með yfirliti yfir þær aðferðir sem kynntar eru.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
25.04.2025fös.09:0016:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband