Hagnýting gervigreindar í iðnaði
Á þessu hagnýta námskeiði færð þú innsýn í hvernig ChatGPT getur orðið þinn öflugasti aðstoðarmaður – hvort sem þú ert fagmaður á vettvangi, stjórnandi eða frumkvöðull.
Á námskeiðinu lærir þú að:
- Skilja hvernig gervigreind virkar og hvernig þú nýtir hana best.
- Nota ChatGPT til að leysa raunveruleg verkefni á skilvirkan hátt.
- Forðast algeng mistök og setja réttar væntingar.
- Upplifa möguleika ChatGPT í texta-, mynda- og talvinnslu.
Skipulag námskeiðs
- Námskeiðið er kennt sem heill dagur eða tvö kvöld og skiptist í tvo hluta:
- Grunnur – Fyrst er fjallað um ChatGPT notkunarmöguleika þess og lykilatriði í samskiptum við gervigreind.
- Hagnýting – Næst er farið á dýpið og könnuð sérhæfð verkfæri og unnin raunhæf verkefni fyrir þinn starfsvettvang.
Hagnýtar upplýsingar
- Þátttakendur þurfa að hafa snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu með greidda áskrift að ChatGPT
- Námskeiðið er kennt er á íslensku.
- Námskeiðið er leitt af sérfræðingum Javelin AI, sem hafa sérhæft sig í gervigreindarþjálfun fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Tæki og tól: Þátttakendur þurfa að hafa með sér snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu. Einnig er krafist greiddrar áskriftar að ChatGPT fyrir námskeiðið.
Tungumál: Kennt er alfarið á íslensku
Kennarar: Kennslan er leidd af starfsmönnum Javelin AI, fyrirtækis sem sérhæfir sig í fræðslu og ráðgjöf tengdri gervigreind. Starfsmenn Javelin AI eru sérfræðingar í gervigreind og hafa haldið námskeið og fyrirlestra á sviði gervigreindar fyrir fjölda fyrirtækja og stofnana síðan 2023.
Staðsetning: Kennslan fer fram í kennslusal hjá Iðunni. Einnig kemur til greina að halda það á staðnum hjá fyrirtækjum sem óska eftir námskeiði fyrir sitt starfsfólk.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
09.04.2025 | mið. | 09:00 | 16:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |