Staðnám
Trérennismíði
Byggingarmenn
Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja læra að nota rennibekk við trésmíðar. Markmið þess er að kenna þátttakendum meðferð efnis og véla í vinnu við trérennismíði. Farið er í undirstöðuatriði varðandi notkun rennibekkja og verklegar æfingar. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Félag trérennismiða.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
05.04.2025 | lau. | 09:00 | 16:00 | Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, verknámshús Hraunbergi 8 |
06.04.2025 | sun. | 09:00 | 16:00 | Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, verknámshús Hraunbergi 8 |