Staðnám

Matjurtaræktun í óupphituðum gróðurhúsum

Námskeið í samvinnu við Garðyrkjuskólann

Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á ræktun í köldum/óupphituðum gróðurhúsum, hvort sem menn eiga slík húsakynni eða hafa uppi áform um að eignast þau.

Helstu atriði sem farið verður yfir á námskeiðinu:

  • Ýmsar gróðurhúsagerðir.
  • Staðsetning húsanna út frá birtu, skjóli, aðgangi að vatni og rafmagni.
  • Helstu nýtingarmöguleikar kaldra (óupphitaðra) gróðurhúsa.
  • Mismunandi frágangur gólfs.
  • Jarðvegur, jarðvinnsla og áburðargjöf.
  • Sáning og uppeldi.
  • Tegundir sem henta til ræktunar, aðferðir við ræktun ólíkra tegunda.
  • Meindýr, sjúkdómar og varnir.
  • Þrif og sótthreinsun húsa og áhalda.
  • Hvernig dreifa má uppskerunni á lengra tímabil og nýta húsin sem best.
  • Notkunarmöguleikar húsanna yfir veturinn, vetrarfrágangur

Verkleg æfing í sáningu, dreifsetningu og pottun. Nemendur fá plöntur í potti með sér heim.

Kennari er Ingólfur Guðnason garðyrkjufræðingur og brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu hjá Garðyrkjuskólanum - FSu(Fjölbrautaskóla Suðurlands).


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
05.04.2025lau.09:0015:00Garðyrkjuskólinn, Reykjum Ölfusi
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband