Fjölæringar, plöntuval og uppröðun í beð
Skúrðgarðyrkjumenn
Fjallað verður um helstu plöntutegundir fyrir beð og opin svæði út frá fagurfræðilegu sjónarhorni og búsvæðavali. Fjallað verður um jarðveg og hvernig hann þarf að vera til að plöntur þrífist vel í honum og helstu þekjuefni í blóma- og trjábeðum. Kennd verður útplöntun blóma og trjáplantna.
Farið yfir vaxtarskilyrði fjölærra plantna, sumarblóma og lauk- og hnýðisplantna og helstu útlitseinkenni viðkomandi tegunda, svo sem hæð, blómlit og blómgunartíma, birtu- og jarðvegskröfur og aðra eiginleika. Fjallað verður um nýrri tegundir trjáa og runna sem hafa fallega haustliti eða eru fallegir að vetri til.
Kennari er Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur hjá Garðyrkjuskólanum - FSu (Fjölbrautaskóla Suðurlands).
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
05.04.2025 | lau. | 09:00 | 15:00 | Garðyrkjuskólinn, Reykjum Ölfusi |