Staðnám
Lofthemlar
Bifvélavirkjar
Fyrir hverja:
Þetta námkseið er ætlað þeim sem vinna við viðgerðir stærri ökutækja eða vilja kynna sér grunn virkni lofthemlakerfisins.
Markmið:
Að þátttakandi hafi öðlast þekkingu og skilning á helstu gerðum þrýstiloftskerfa og íhluti þeirra , geri sér grein fyrir slysahættu í tengslum við vinnu við þrýstiloftshemlakerfi og þeirri ábyrð sem viðgerðarmenn hafa í tenslum við akstursöryggi.
Lýsing:
Hemlabúnaður stórra ökutækja er margt frábrugðinn hemlakerfum sem finnast í hefðbundnum fólksbílaum. Á þessu námskeiði verður því farið yfir sérstöðu lofthemla, virkni, íhluti og virkni þeirra, bilanir í lofthemlum og skematískar teikningar. Hemlar eru einn aðal öryggisbúnaður ökutækja og því mikilvægt að viðgerðir á slíkum búnaði séu gerðar með réttum hætti og ábyrgð viðgerðarmanns er mikil. Einnig getur skapast slysahætta fyrir viðgerðarmann sem vinnur í þessum kerfum og því mikilvægt að góð þekking á kerfinu sé til staðar.
Aðrar upplýsingar:
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
01.04.2025 | þri. | 09:00 | 16:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |