Staðnám (fjarnám í boði)

Endurnotkun byggingarefna

Hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði

Þetta námskeið er fyrir iðnaðarmenn, verktaka, hönnuði og aðra sem starfa í bygginariðnaði.  Markmið þess er að kynna þátttakendum hvernig nýta megi byggingarefni sem falla til við breytingar á húsnæði og niðurrif eldri bygginga.  

Farið verður í gegnum aðferðir við að fjarlægja byggingarefni og valda með því sem minnstum skemmdum.  Fjallað verður um meðhöndlun, geymslu og flutninga á byggingarefni sem til stendur að endurnýta.  Kynntar verða hagnýtar leiðbeiningar um meðhöndlun ýmissa byggingarefna og hluta (t.d. glugga, hurðir, hreinlætistæki (baðherbergi), ljós  og eldhúsinnréttingar) til endurnotkunar og rætt um helstu áskoranir varðandi endurnýtingu.  Sýnd verða dæmi af nýlegum verkefnum við niðurtöku á byggingarefni.

Leiðbeinendur eru Katarzyna Jagodzińska, sérfræðingur í efnis- og orkunýtingu frá Grænni Byggð og Hugi Hreiðarsson annar eigenda og stofnandi Efnisveitunnar.  Námskeiðið fer að hluta til fram á ensku. 


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
31.03.2025mán.13:0016:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband