Staðnám

Hagnýting gervigreindar í iðnaði

Gervigreind sem meikar sens – Lærðu að láta ChatGPT vinna fyrir þig

Námskeiðið er ætlað fagfólki í iðnaði og öllum þeim sem vilja:

  • Kynnast möguleikum gervigreindar á praktískan hátt.
  • Bæta verklag og skilvirkni í daglegum störfum með ChatGPT.
  • Undirbúa sig fyrir stafræna umbreytingu og tileinka sér hæfni í hagnýtingu gervigreindar.

Athugið: Grunnkunnátta í tölvu- eða farsímanotkun er nauðsynleg. Þátttakendur verða að vera sæmilega sjálfstæðir í notkun tækisins að því leiti sem snýr ekki að ChatGPT forritinu. Þátttakendur skulu fara varlega og tryggja að þeir séu að sækja og kaupa sér rétta þjónustu þar sem ýmsar eftirhermur eru til. Í snjallsímum skal leitað að “ChatGPT” eftir “OpenAI” og á netinu skal nota https://chatgpt.com/

Markmið: 

Að búa þátttakendur undir árangursríka, hagnýta og sjálfstæða notkun gervigreindarlausna eins og ChatGPT, með áherslu á:

  1. Trausta grunnþekkingu á tungumálalíkönum og notkun þeirra.
  2. Örugg vinnubrögð og réttar væntingar til gervigreindar.
  3. Verklegar æfingar og raunveruleg verkefni sem efla skilvirkni og sköpun.

Lýsing: 

Námskeiðið skiptist í tvo helminga, annað hvort kennt sem heill dagur eða tvö kvöld.

Fyrri hluti

Kynnir undirstöðuatriði spunagreindar og veitir yfirlit yfir helstu verkfæri ChatGPT. Farið er yfir grunnhugtök, notendaviðmót og einfaldar aðferðir til að leysa dagleg verkefni með gervigreind. Þá er einnig rætt um rétt viðhorf til tækninnar, ásamt því að skoða möguleika og takmarkanir hennar.

Seinni hluti
Byggir ofan á grunninn frá fyrri hluta og beinir sjónum að sértækari notkun ChatGPT. Farið er yfir fjölbreyttari tól og tengingar, svo sem vinnslu myndefnis, tal- og myndbandssamtöl og verklags sem hentar mismunandi iðnaðarverkefnum. Áhersla er á verklega nálgun, raunhæf dæmi og hagnýt verkefni.

Tæki og tól: Þátttakendur þurfa að hafa með sér snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu. Einnig er krafist greiddrar áskriftar að ChatGPT fyrir námskeiðið.

Tungumál: Kennt er alfarið á íslensku 

Kennarar: Kennslan er leidd af starfsmönnum Javelin AI, fyrirtækis sem sérhæfir sig í fræðslu og ráðgjöf tengdri gervigreind. Starfsmenn Javelin AI eru sérfræðingar í gervigreind og hafa haldið námskeið og fyrirlestra á sviði gervigreindar fyrir fjölda fyrirtækja og stofnana síðan 2023.

Staðsetning: Kennslan fer fram í kennslusal hjá Iðunni. Einnig kemur til greina að halda það á staðnum hjá fyrirtækjum sem óska eftir námskeiði fyrir sitt starfsfólk.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
28.03.2025fös.09:0016:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband