Vatnsvarnarkerfi Preprufe
Vatnsvarnarkerfi Preprufe
Þetta námskeið er fyrir alla þá sem koma að hönnun og framkvæmdum við byggingu steyptra mannvirkja sem eru neðan jarðvegs og þarf að verja fyrir grunnvatni og sjó.
Umfjöllunarefni er Preprufe Plus, vatnsvörn fyrir steinsteypt mannvirki neðanjarðar. Fjallað verður um aðferðafræðina, tæknina og helstu þéttidúkana / efnin sem eru notuð til að tryggja varanlega vörn gegn lekum.
Preprufe Plus lausnin hefur verið notuð í meira en 25 ár og hentar sem vörn fyrir fjölbreytta byggingarhluta eins og t.d. botnplötur, sökkla, kjallara, bílakjallara og önnur steypt mannvirki sem ná niður fyrir grunnvatns og sjávarstöðu.
Einnig verða kynntir helstu dúkarnir/efnin ásamt sýningu á hvernig dúkurinn er lagður og tryggður i t.d. hornum og kverkum.
Fyrirlesari er Anders Mattsson, sölustjóri hjá GCP Sweden AB sem er hluti af Saint-Gobain construction Chemicals.
Námskeiðið er haldið í samvinnu við Steypustöðina og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
19.03.2025 | mið. | 09:00 | 12:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |