PitStop Pro - yfirferð skjala fyrir prentun
starfsfólk í forvinnslu og frágangi prentverka
Þetta námskeið er ítarleg kynning á PitStop Pro, öflugu verkfæri fyrir grafíska miðlara sem gerir þeim kleift að yfirfara (preflight), lagfæra og breyta PDF skjölum fyrir prentun. Þátttakendur læra að greina villur í skjölum, leiðrétta sjálfkrafa algeng mistök og tryggja að skrár séu hæfar til prentunar. Á námskeiðinu er lögð áhersla á skilvirkni í prentferlum með notkun staðlaðra vinnubragða, svo sem leit að villum, skýrslugerð og ritstýringar.
Markmið námskeiðsins:
- Kynna helstu eiginleika PitStop Pro.
- Kenna þátttakendum að yfirfara og greina PDF skjöl.
- Þjálfa færni í sjálfvirkri lagfæringu skjala og úrbótum á villum.
- Auka skilvirkni í prentferlum með notkun PitStop Pro.
Fyrir hverja:
Námskeiðið hentar þeim sem nota PitStop Pró í sínum verkferlum en einnig öllum sem starfa við prentun, grafíska miðlun eða útgáfu og vilja bæta færni sína í meðhöndlun PDF skjala fyrir prentun.
Forkröfur:
Grunnþekking á PDF skjölum og almennum hugbúnaðarverkfærum fyrir prentmiðlun er æskileg.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
17.03.2025 | mán. | 17:00 | 20:30 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |
24.03.2025 | mán. | 17:00 | 20:30 | Ekki skráð |