Iðntölvustýringar
Málmtæknimenn - vélstjórar
Að loknu þessu námskeiði þekkir þú uppbyggingu iðntölvunnar og virkni, táknmyndir, örgjörva, innganga, útganga, tengingu við loka, skynjara, teljara og rofa, grunnhugtök forritunarmáls og „ladder-forritun“. Með þessa þekkingu að vopni getur þú sett upp og tengt iðntölvu við loka, skynjara, teljara og rofa, forritað iðntölvu með „ladder-forritun“ og látið hana stýra aðgerðum ásamt því að framkvæma villuleit í forriti og áttað þig á algengum bilunum.
Fjallað er um uppbyggingu iðntölvunnar og tengingu hennar við jaðartæki, svo sem loka, skynjara, teljara og rofa. Farið er í uppbyggingu tákna og kerfismynda með aðstoð tölvu. Skoðuð virkni kerfa með hermun. Áhersla er lögð á að þátttakandi skilji stigarit („ladder-forritun“). Notaðar verða tölvur frá Koyo. Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við iðntölvukerfi en hafa litla þekkingu á því sviði. Það er jafnframt ætlað mönnum sem vilja rifja upp og bæta við þekkingu á iðntölvum og iðntölvustýringum.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
17.03.2025 | mán. | 09:00 | 16:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |
18.03.2025 | þri. | 09:00 | 16:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |
19.03.2025 | mið. | 09:00 | 16:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |
20.03.2025 | fim. | 09:00 | 16:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |