Staðnám

Örugg samskeyti iðnaðargólfa, lagfæring á sprungum eftir jarðskjálfta og inndælislöngur

Þetta er námskeið fyrir þau sesem hafa eftirlit, hanna eða stjórna mannvirkjum þar sem þarf að kljást við leka, sprungur, sig og fleira í mannvirkjum. Einnig verður farið yfir helstu gerðir og vinnubrögð á inndælislöngum og þéttiborðum í steypu og plötuskil steinsteypu.

Tilgangur þess er að þáttakendur öðlist meiri skilning á eiginleikum mismunandi efna og aðferða ásamt því að þekkja rétt vinnubrögð og aðferðir.

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Fagefni ehf sem er sölu- og þjónustuaðili efna frá Arcan Waterprrofing. Kennari verður Michaela Mueller frá Arcan í Þýskalandi og til aðstoðar er Ásgeir Stefánsson frá Fagefni.   Þetta námskeið tekur 4 klst frá 13-17 em daginn áður er annað námskeið með sama sérfræðingi um önnur viðgangsefni, 

Farið verður yfir viðgerðir og endurgerðir þenslusamskeyta og á sprungum í steyptum gólfum og þá helst þungaiðnaði, vöruhúsum og fiskvinnslum.  Fjallað um inndælingaslöngur í plötuskil , mismunandi gerðir þeirra og rétt vinnubrögð. Einnig verður fjallað um viðbrögð og viðgerðir á sprungum í steinsteypu eftir jarðskjálfta og hvaða efni og aðferðir er hægt að grípa til eftir þá.

  • Hvernig er best að kljást við sprungur eða þenslufúgur í iðnaðargólfum.
  • Hvernig virka inndælingaslöngur, hverjar eru mismunandi gerðir þeirra og hvernig eru þær settar upp og dælt í
  • Hvaða efnum og tækni er hægt að beita til að dæla undir og lyfta upp gólfplötum sam hafa sigið.
  • Sprungur eftir jarðskjálfta – Hvaða áskoranir eru til staðar, hvaða aðferðum og efnum er hægt að beita til að kljást við þær. 


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
12.03.2025mið.13:0017:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband