Burðarvirkismæling
Bifvélavirkjar - Bifreiðasmiðir
Farið yfir undirstöðumælingar á burðarvirki ökutækja, rúðuskipti, samskeytingu og suðuaðferðir á nýjum efnum. Markmiðið er að öðlast leikni í að meta ástand tjónabíls út frá niðurstöðum mælinga og gera mat í CABAS, auk hæfni í að meta ástand bíla sem hafa orðið fyrir tjóni. Unnið er í samræmi við leiðbeiningar og fyrirmæli framleiðanda. Þátttakendur afla sér haldgóðrar þekkingar á að fylla út burðarvirkisvottorð sem staðfestir ástand burðarvirkis.
Að námskeiði loknu er viðkomandi þátttakandi skráður á faggildingarlista rétthafa til útgáfu burðarvirkisvottorða hjá Samgöngustofu að undangenginni úttekt á vinnustað hans. Sjá frekari upplýsingar hér.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
11.03.2025 | þri. | 09:00 | 16:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |