Stefnumót við hönnuð-Möguleikar Illustrator
Þetta námskeið hentar öllu fagfólki í prent- og auglýsingaiðnaði sem hefur áhuga á hönnun og þróun í umbroti.
Hvernig nýta hönnuðir sér Illustrator og hvernig spilar forritið saman við önnur Adobe-forrit? Hver er þróunin í notkun þess með tilkomu gervigreindar og hvaða skemmtilegu möguleika býður forritið upp á í hönnunarvinnu? Þessum spurningum mun Björn Þór Björnsson, grafískur hönnuður, svara. Björn Þór fer yfir nýjustu útgáfu Illustrator og deilir með þátttakendum nokkrum nýlegum verkefnum sem hann vann í forritinu.
Markmið þessa námskeiðs er að uppfæra grunnþekkingu fólks á Illustrator forritinu oig kynnast fleiri möguleikum þess í gegnum vinnu Björns Þórs sem hefur um árabil notað Illustrator sem sitt helsta vinnutæki.
Þátttakendur fá aðgang að Adobe Illustrator og tengdum forritum í tölvubúnaði Iðunnar fræðsluseturs. Fjarnemar þurfa hins vegar sjálfir að hafa aðgang að Illustrator.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
06.03.2025 | fim. | 11:00 | 13:30 | Rafmennt, Stórhöfða 27, 3.hæð |
07.03.2025 | fös. | 11:00 | 13:30 | Rafmennt, Stórhöfða 27, 3.hæð |