Staðnám

Raunkostnaður útseldrar þjónustu

Byggingamenn

Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara og verktaka sem selja út efni, vinnu og tæki. Markmið þess er að kenna þátttakendum útreikning á nauðsynlegri álagningu á tilboðs- og tímavinnu. Á námskeiðinu er stuðst við reiknilíkön í excel ásamt nýrri útgáfu af forritinu TAXTA. Með TAXTA IV er auðvelt að sjá m.a. hvort við erum með nægilega álagningu inni í útseldri vinnu, vélum og tækjum, hvort borgi sig að bæta við starfsfólki í stað eftirvinnu, hversu mikla fjárfestingu reksturinn ber, hvað þarf að rukka fyrir háþrýstidæluna, borðsögina, gröfuna, körfubílinn, vinnupallana, ekinn kílómetra o.s.frv.  Þegar þátttakandi hefur slegið inn nokkrar tölur úr síðasta ársreikningi og skráð starfsmenn sína ásamt vélum sem hann vill verðleggja sérstaklega inn í TAXTA liggur niðurstaðan fyrir. Á námskeiðinu er kennd notkun á TAXTA ásamt reiknilíkönum í excel sem hvort tveggja er innifalið í námskeiðsgjaldinu.  Þátttakendur eiga að mæta með tölvu á námskeiðið.


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
27.02.2025fim.13:0019:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband