Staðnám
Hefðbundinn stjórnbúnaður hitakerfa
Pípulagningamenn
Þetta námskeið er fyrir pípulagningamenn sem vilja afla sér þekkingar á mismunandi gerðum af vélrænum stjórnbúnaði fyrir hitakerfi. Farið er í gegnum notkun á mismunandi gerðum lokum sem notaðir eru við þrýstistýringar, þrýstijafnara, mótþrýstiloka, þrýstiminnkara og hitastýriloka. Kynntir eru helstu eiginleikar þessa búnaðar og hvað beri að hafa í huga við val á honum í hvert verkefni og stærðarákvörðun. Einnig verður fjallað um varmaskipta, hvað þarf að hafa í huga við val á þeim og hvernig stærðarútreikningar fara fram.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
26.02.2025 | mið. | 13:00 | 17:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |