Staðnám
ÍST 30 fyrir verktaka
Þetta námskeið er fyrir iðnmeistara og verktaka sem eru að vinna samningsverk fyrir verkkaupa. Tilgangur þess er að kynna staðalinn "ÍST 30 - Almennir útboðs og samningsskilmálar um verkframkvæmdir" og notkun hans. Farið er yfir helstu atriði staðalsins sem varða samskipti verktaka og verkkaupa og tekin dæmi um ágreining sem komið hefur upp í þeim samskiptum. Einnig er fjallað um úrskurði í ágreiningsmálum sem farið hafa fyrir úrskurðarnefndir og dómstóla.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
20.02.2025 | fim. | 09:00 | 12:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |