Staðnám
Þök, rakaástand og mygla
Húsasmiðir
Þetta er námskeið fyrir húsasmiði sem vinna við nýsmíði og endurnýjun á þökum. Markmið þess er að kenna þátttakendum hvernig ganga eigi frá þökum þannig að þau fúni ekki eða skemmist af völdum myglusvepps. Farið er í helstu orsakir skemmda af völdum raka og hvernig best sé að ganga frá loftun. Fjallað er um loftunarleiðir og frágang klæðninga og rakavarnar.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
18.02.2025 | þri. | 13:00 | 18:00 | IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20 |