Staðnám

Hjólastilling

Bifreiðasmiðir - Bifvélavirkjar

Á námskeiðinu eru skoðaðar ýmsar gerðir og útfærslur stýrisfjöðrunar- og hjólabúnaðar ökutækja. Farið yfir áhrif hjólhorna stýris- og hjólabúnaðar á aksturseiginleika bifreiða. Gerðar verklegar æfingar í mati á stýris- og hjólabúnaði. Farið yfir hvernig skal undirbúa ökutæki og stilla því upp fyrir hjólastillingu. Með tilkomu ADAS búnaðar (myndavélar og radar) er mikilvægt að hjólastilling sé rétt svo öryggisbúnaður virki rétt. Hjólastilling skal vera í samræmi við leiðbeiningar og fyrirmæli framleiðanda.

Þátttaka á þessu námskeiði veitir skráningu á lista Samgöngustofu (US.355) yfir þá sem mega gefa út hjólstöðuvottorð að undangenginni úttekt á vinnustað þeirra. Frekari upplýsingar um útgáfu hjólastöðuvottorða má finna með þvi að smella hér 


HVAR OG HVENÆR

DAGSETNINGKENNTFRÁTILSTAÐSETNING
18.02.2025þri.09:0016:00IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20
Hafa samband

Hafðu samband

Netspjall Fljótleg leið til að hafa samband