Endurmenntun atvinnubílstjóra - Farþegaflutningar
Atvinnubílstjórar
Bílstjórinn þekki atriði er lúta sérstaklega að akstri hópbifreiða, farþegaflutningum, ábyrgð bílstjóra á öryggi farþega og almennt að þjónustuhlutverki bílstjóra, náttúruvernd, ferðamennsku, mjúkum akstri o.fl. Hann þekki ákvæði í lögum og reglum um flutning farþega og sérbúnað hópbifreiða. Að því er stefnt að bílstjórinn: Aki mjúklega og af öryggi með vellíðan farþega í fyrirrúmi, kunni leiðir til að veita örugga og vandaða þjónustu og tileinki sér góða framkomu gagnvart farþegum og öðrum vegfarendum, þekki sérkenni ólíkra hópa farþega og kunni samskiptahætti sem stuðla að farsælli lausn ágreiningsmála, þekki ákvæði í lögum og reglum um farþegaflutninga í atvinnuskyni, búnað hópbifreiða, nauðsynleg skjöl og leyfi, náttúruvernd og skyldur bílstjóra.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
18.02.2025 | þri. | 09:00 | 16:00 | Fjarnám |