„HACCP“ - hreinlæti og örugg meðferð matvæla
Þetta námskeið er fyrir alla þá sem meðhöndla matvæli á einn eða annan hátt og verða að kunna hvernig best sé að tryggja öryggi neytenda.
Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu á hættum í matvælaframleiðslu og á innra eftirliti í eldhúsum sem byggja á HACCP kerfinu. Fjallað er um fyrirbyggjandi aðgerðir eins og þrif og þrifaáætlanir, persónulegt hreinlæti, vörumóttöku, meðferð hráefnis, geymslu og geymsluþol matvæla, kjarnhita, örverur og vöxt þeirra í matvælum, krossmengun og fleira.HACCP kerfið (áður GÁMES) stendur fyrir „Hazard Analysis Critical Control Point“.
Á námskeiðinu verður farið í:
Hættur við matvælaframleiðslu
- Sjúkdómsvaldandi örverur
- Efnamengun í matvælum
- Aðskotahlutir
- Ofnæmisvaldar
Meðferð matvæla og geymsla
- Kæling – geymsla - kæliferilinn
- Móttaka, hitastigsmælingar, skráningar og rekjanleiki
- Krossmengun
- Litamerkingar
- Meðhöndlun matvæla Fyrirbyggjandi aðgerðir
- Forvarnir
- Fyrirbyggjandi viðhald
- Birgjar – val á birgjum og kröfur til þeirra
- Mælitæki - öryggi
- Umgengni reglur
- Þjálfun starfsfólks - þjálfunaráætlanir
- Persónulegt hreinlæti
- Þrif og þrifaáætlanir
- Meindýr og meindýravarnir
- Umbúðir og merkingar
Skipulag og ábyrgðarskipting
- Skipurit
- Starfslýsingar
- Ábyrgð stjórnenda – gæðastefna
- Hættugreining
Kennari á námskeiðinu er Elísabet Katrín Friðriksdóttir, Matartæknir og verkefnastjóriElísabet Katrín er með B.A.-gráðu í Nútímafræði og M.A.-gráðu í Hagnýtri siðfræði með áherslu á náttúru og umhverfissiðfræði.Hún er einnig með diplómu í Verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun (VOGL - Leiðtogafærni, samskiptafærni, stefnumótunarfærni og skipulagsfærni) og Samningatækni og afburðarstjórnun (SOGA - Gæðastjórnun, markþjálfun, afburðastjórnun og samningatækni)Elísabet Katrín hefur alltaf unnið mikið að gæðamálum í störfum sínum, kennt námskeið, verið gæðavörður, setið í HACCP hópi og fl.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
13.02.2025 | fim. | 14:00 | 17:30 | Hús fagfélagan Stórhöfða 31. jarðhæð í vesturenda. Eldfell. |