Figma fyrir hönnuði, grafíska miðlara og umbrotsfólk
hönnuðir, umbrotsmenn, starfsfólk í útgáfu og fjölmiðlafyrirtækjum, grafísk miðlun
Lærðu að búa til gagnvirkt viðmót frá grunni með því að nota eitt öflugasta og skilvirkasta hönnunartól sem er á markaðnum: Figma. Að námskeiði loknu eiga nemendur að geta hannað og skilað af sér notendavænni viðmótshönnun.
Ef þeir hafa stundað námskeiðið af áhuga og eljusemi geta þeir öðlast góða þekkingu á Figma forritinu og byggt upp sterkan grunn til að hanna og skila af sér góðri notendavænni viðmótshönnun.
Hæfni til að samræma og vinna með teyminu þínu í rauntíma er orðin nauðsyn innan hönnunarheimsins. Figma gerir þér kleift að gera einmitt það í hvaða stýrikerfi sem er og í rauntíma. Þess vegna er Figma orðið nauðsynlegt tól fyrir hönnuði.
Lærðu að búa til gagnvirka skjái fyrir vefsíður, farsímaforrit og önnur grafísk viðmót í gegnum hagnýtar gerðir sem þú getur unnir með teyminu þínu og prófað á notendum.
Gert er ráð fyrir því að nemendur vinni stuttar æfingar og verkefni til að öðlast betri skilning á hvernig Figma virkar. Því er svo skilað á tilskildum tíma til kennara. Þátttakendur hafa aðgang að Figma og tengdum Adobe forritum í tölvubúnaði Iðunnar fræðsluseturs. Fjarnemar þurfa að hafa aðgang að Figma á sínum tölvum.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
13.02.2025 | fim. | 18:00 | 21:00 | Rafmennt, Stórhöfða 27, 3.hæð |
20.02.2025 | fim. | 18:00 | 21:00 | Rafmennt, Stórhöfða 27, 3.hæð |
27.02.2025 | fim. | 18:00 | 21:00 | Rafmennt, Stórhöfða 27, 3.hæð |